VEISLUSTJÓRINN
- EKKI BARA FYNDINN!
F e r i l s k r á i n (Þessi skemmtilega)
Ingvar hefur verið á sviðinu síðan 1988 eða í 25 ár. Hann hefur á þeim tíma komið fram og skemmt gestum um það bil 3.000 sinnum í meira en 15 löndum. Hann talar reiprennandi Ensku, Dönsku og Frönsku talaði hann með ágætum (þó aðeins hafi snjóað yfir hana síðustu ár) og getur því skemmt íslenskum sem og erlendum hópum án nokkurra vandkvæða.
2001 - 2012
Boginn og beygður af reynslu sem veislustjóri og skemmtikraftur hjá mörgum af stærstu fyrirtækjum á íslandi.
2006 - 2007
Söngvari og gítarleikari í Drengjatríóinu Góðir Landsmenn
1991 - 2000
Forsöngvari í hljómsveitinni Papar
1988 - 1991
Trúbador. Ferðaðist ótal hringi í kringum Ísland og meginland Evrópu með gítarinn á bakinu og munnhörpuna í rassvasanum
Ingvar er alþjóða markaðsfræðingur með meistaragráðu í stjórnun sem nýtist honum
oft bærilega við veislu-stjórn :-)
